Rangæingar -- Jólaglögg og púns
Sl. þriðjudag lukum við Rangæingar leik í sex kvölda Butler okkar, þar sem fjögur bestu kvöldin töldu til úrslita.
Bankastjórinn og slátrarinn hrukku í gír og áttu besta skor mótsins þetta kvöld, 390 impa (imps across the field). Í öðru sæti urðu Kanastaðabóndinn og Silla okkar síunga (83 ára) með 108 impa. Þriðju urðu svo kirkjukórsforkólfarnir Sigurjón og Siggi með 98 impa.
Moldnúpsvertinn og Skógabóndinn mættu ekki þetta síðasta kvöld, enda þurftu þeir þess ekki, sigur í mótinu var löngu tryggður. Þeir enduðu með 855,1 impa (fjögur bestu kvöldin). Annað sætið höfðu Sigurður og Torfi með 805,8 impa og þriðja sætið verma Sigurjón og Siggi með 537,0 impa. Fjórða sætið kom svo í hlut Björns, skáldsins og Eyþórs allsherjargoða, 508,6 impa nældu þeir í á fjórum kvöldum.
Skáldið var í för með Birninum breiða þetta síðasta kvöld og hafði þetta að segja að leikslokum:
"Tíðkast nú hin breiðu spjótin" sagði Atli á Bjargi forðum um leið hann hné niður Salurinn var hinsvegar fáorður í lokin vegna skothörku bankastjórans og hans meðreiðarsveins, sem vanur er slátrun frá fornu fari og vegna þess...
Út fór margur æði lotinn,
eins og barinn hausinn í.
Salurinn var sundurskotinn,
Siggi og Torfi valda því.
Sigríður og nautabóndinn frá Kanastöðum gerðu góða aðför að sigri, en þáðu annað sætið kvöldsins að lokum
Eiríkur var alveg skýr,
allar sagnir vandaði,
Sillu gömlu setti í gír
og sæti tvö því landaði.
Ekki þurftu sauðabóndinn og hótelstjórinn á Moldnúpi að sitja sveittir við spil, létu nægja að drekka jólaglögg og púns heima, vissir um heildarniðurstöðu.
Varla neitt á vættir hétu,
vissir um hinn gullna skjöld.
Og sér í rúmi léttu létu,
liggja úrslit þetta kvöld.
Úrslitin og spilin má sjá hér og stöðuna, þegar öll kvöldin er talin saman hér