Rangæingar -- "Ber er hver að bakinu....."

miðvikudagur, 21. desember 2016

 Sl. þriðjudag lukum við Rangæingar haustönninni með hressandi jólabarómeter, þar sem verðlaun voru veitt í öllum mögulegum flokkum, stigbatnandi þó eftir röð á stigatöflunni, bæði upp og niður á við.

Sigurvegarar kvöldsins voru Sýslumannsfrúin síkáta og smalinn fótfrái með 59,8% skor.  Næstir urðu æfingafélagarnir Svavar og Ægir Ægissíðugoði með 57,1% skor og þriðju peyjarnir Elli og Kalli með 56,3% skor.

Dúxarnir á haustönn eru vertinn í Moldnúpi og Skógabóndinn en þeir hafa farið mikinn og nælt sér í 135 bronsstig hvor á önninni.

Hér kemur yfirlit skáldsins:

      "Ber er hver að bakinu nema sér bróður eigi," sagði Kári forðum þegar hann fékk Merkurbóndann með sér til vígaferla. Enda sannaðist þetta vel þegar hinn fótfrái smali úr Steinahlíðum barði niður alla andstöðu með bakhjarli sínum "sýslumannsfrúnni", en sá er einnig vanur brattra hlíða bólförum. 

Farsælt er þeirra félagsbú,

fáir slíkrar nutu birtu.

Sigurjón smali og sýslumannsfrú,

sætið efsta kátir hirtu. 

Ekki var bilbugur á öldungaparinu, þar sáust vígamannslegar stungur og svíningarbrögð sem tryggðu annað sæti kvöldsins 

Já! sólarglætu sá þar von,

Svavar Hauks um nokkrar gáttir,

með Þórhall Ægi Þorgilsson

þeir voru bara nokkuð sáttir.

Úrslitin og spilin frá í gær má sjá hér

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar