Aðalsveitakeppni BK lauk í kvöld

fimmtudagur, 8. desember 2016

Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs lauk nú í kvöld. Sveit GSE hafði tryggt sér sigurinn fyrir síðustu umferðina en sveitir Páls Þórssonar og Bingi og Feðgarnir héldu sínum verðlaunasætum sem þeir sátu í þá þegar.
Á eftir var spilaður léttur tvímenningur með 12 spilum og má sjá öll úrslit hér.

Næsta fimmtudag verður Jólatvímenningur, með allskyns jólaveitingum og jafnvel óvæntum verðlaunum

Spilamennska hefst kl. 19.00 í Gjábakka, Fannborg 8

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar