Rangæingar -- Svona eiga Sýslumenn að vera
Sl. þriðjudagskvöld komum við Rangæingar saman að Heimalandi og héldum áfram að hita upp fyrir komandi vetur. Til leiks mættu 10 pör og spiluðu 27 spil. Nokkur forföll voru, einhverjir voru fjarverandi af pólitískum ástæðum, aðrir vegna vinnu og enn aðrir af einhverjum allt örðum ástæðum en alla vega erum Rangæingar óvanir slíkri mannfæð, enda framsóknar- og félagshyggjufólk að upplagi.
Þeir sem góðir voru síðast, voru bara alls ekki góðir núna og eiginlega afleitir. Við keflinu tóku glaðbeittir Sýslumannsfrúin í Varmahlíð og Sigurjón flokksbróðir hans og frændi. Þeir fóstbræður sigruðu næsta örugglega með 60,6% skor. Næstir inn komu Bólstaðarbeljakinn, sem fékk gjaldkera félagsins sér til fulltingis á síðustu stundu. Þriðju í mark voru svo Elli og Kalli, jafnir og traustir að vanda.
Úrslit og spil má sjá hér