www.bridge.
Lokakvöld BR annað kvöld, þriðjudaginn 17. maí. Spilaður verður einmenningur, með bötlerútreikningi nema salurinn mótmæli kröftuglega :-) Þátttaka er ókeypis og boðið verður upp á góðgæti í kaffihléi.
Síðasta keppni vetrarins hjá Bridgefélagi Kópavogs var vor tvímenningur þar sem tvö kvöld af þremur giltu til verðlauna. Gunnlaugur Karlsson og Ásmundur Örnólfsson/Kjartan Ingvarsson sigruðu nokkuð örugglega.
JE Skjanni, Kvika og Grant Thornton í efstu sætum þegar eitt kvöld er eftir í sveitakeppni BR og Nauthóls. Það vill svo skemmtilega til að þetta voru einnig 3 efstu sveitir á Íslandsmótinu.
Hermann Friðriksson var bronsstigameistari BH veturinn 2015-2016. Hann halut 312 bronsstig. Í 2. sæti var Guðbrandur Sigurbergsson með 298 bronsstig og í 3. sæti var Hrund Einarsdóttir með 250 bronsstig.
María Haralds Bender og Stefanía Sigurbjörnsdóttir eru sigurvegarar á árshátíð kvenna 2016. Þær enduðu með 61,8% skor eftir 36 spil. Í öðru sæti voru Anna Ívarsdóttir og Guðrún Óskarsdóttir.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar