Vélasalan er Reykjanesmeistari 2016
laugardagur, 20. febrúar 2016
Reykjanesmótið í sveitakeppni 2016 var spilað nú um helgina. Átta sveitir tóku þátt, þar af ein gestasveit, þannig að sjö sveitir kepptu um sex sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins 2016. Sveit Sverris Þórissonar sigraði í svæðakeppninni en sveit Vélasölunnar sem varð í öðru dæti er hinsvegar Reykjanesmeistari þar sem efsta sveitin var skipuð spilurum utan Reykjaness.
Með Sverri spiluðu Haraldur Ingason, Þórir Sigursteinsson, Jón Þorvarðarson, Gísli Steingrímsson og Gabríel Gíslason.
Reykjanesmeistararnir heita Bernódus Kristinsson, Ingvaldur Gústafsson, Ragnar Björnsson, Júlíus Snorrason og Eiður Mar Júlíusson