Patton sveitakeppni í BR að hefjast 5. janúar
mánudagur, 4. janúar 2016
Fjögurra kvölda Patton sveitakeppni að byrja í BR á
morgun, 5. janúar! Rúnar Einarsson
getur aðstoðað við myndun sveita, síminn hjá honum 820-4595. Ágætt
að mæta tímanlega og/eða skrá sveit fyrirfram á
br@bridge.is.
Eflaust þekkja ekki allir fyrirkomulagið en þetta hefur
aðallega verið spilað á Blönduósi og svo eitthvað í útlöndum :)
Þetta er sambland af venjulegri sveitakeppni og board a match.
Gerum ráð fyrir 10 spila leikjum(fer þó eftir
þátttöku).
1- Leikur gerður upp í impum og fundin út vinningsstig
(20-0 skali)
2- Board a match stig fundin út, 2 sigur í spili, 1 ef
spil fellur, 0 ef tap. Þetta er í raun annar 20-0 skali fyrir 10
spila leik.
3- Vinningsstig og board a match stig lögð saman. Mest
hægt að vinna hvern leik 40-0.