Rangæingar -- Evróputúrinn
Sl. þriðjudag lékum við Rangæingar 2. umferð í 5 kvölda BUTLER-tvímenningi félagsins. Þrátt fyrir storm, snóbyl og eflaust stórsjó, mættu 13 pör til leiks.
Gaman var að fá aftur til leiks eina þrjá gamalreynda jaxla, sem hafa verið fjarri að mestu það sem af er vetri. Eyþór Jónsson, kemur vel haldinn og vöðvamikill úr hagagöngu af sunnanverðum Vestfjörðum. Siggi Skógabóndi hefur lokið við að telja fé sitt þetta haustið og er mættur á ný, sem og fóstbróðir hans Jói á Moldnúpi sem mættur er eftir Evróputúrinn.
Þeir fóstbræður léku á alls oddi eftir langa hvíld og skeiðuðu í mark með 264,3 impa í fanginu. Sýslumannsfrúin og Sigurjón komu inn næstir með lítið síðri feng, 238,3 impa. Aðrir fengu minna.
Vert er þó að veita athygli góðum árangri nýliðanna okkar, Neðra-Dals bænda, sen enduðu í 5. sæti með 44,4 impa.
Úrslit og spilin má sjá hér og stöðuna í BULERnum eftir tvö kvöld hér