Garðsapótek vann svæðamót Reykjaness en GSE eru Reykjanesmeistarar
sunnudagur, 22. febrúar 2015
Reykjanesmótið í sveitakeppni fór fram nú um helgina í félagsheimili hestamanna að Mánagrund í námunda við Helguvík. Sjö sveitir unnu sér rétt til að spila í undanúrslitum Íslandsmótsins og vann sveit Garðsapóteks svæðamótið með 0,29 stiga mun en sveit GSE sem varð í öðru sæti er hinsvegar Reykjanesmeistari þar sem sigursveitin uppfyllti ekki skilyrði um að 3/5 í sveitinn væru skráðir í bridgefélög á svæðinu. Reykjanesmeistarar eru þeir Friðþjófur Einarsson, Einar Sigurðsson, Guðbrandur Sigurbergsson og Jón Alfreðsson. Til hamingju strákar.
Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgesambands Reykjaness.