Suðurlandsmótið í sveitakeppni-úrslit

mánudagur, 12. janúar 2015

Sveit Sparisjóðs Siglufjarðar sigraði af öryggi í Suðurlandsmótinu í sveitakepnni sem spilað var um helgina á Hvolsvelli.
Í sveitinni spiluðu Birkir Jónsson, Jón Sigurbjörnsson, Ljósbrá Baldursdóttir og Matthías Þorvaldsson.
Í öðru sæti voru Sunnlendingar af ýmsum stærðum og gerðum en hún varð jafnframt Suðurlandsmeistari. Í þeirri sveit spiluðu Gunnar Björn Helgason, Sigfinnur Snorrason, Ólafur Steinason, Vigfús Pálsson og Helgi Bogason.
Í þriðja sæti var sveit TM Selfossi og þar spiluðu Kristján Már Gunnarsson, Gunnlaugur Sævarsson, Guðmundur Þór Gunnarsson og Björn Snorrason.
Efstur í bötlernum varð Vigfús Pálsson en skammt á eftir honum urðu Birkir Jónsson og Jón Sigurbjörnsson.
11 sveitir tóku þátt í mótinu, þar af 3 gestasveitir, en 6 sveitir unnu sér rétt til að spila í undankeppni Íslandsmóts.
Heimasíða mótsins hér

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar