Rangæingar -- Landsliðsmenn?
Sl. þriðjudagskvöld komu Rangæingar að vanda saman að Heimalandi. Ekki til að spila framsóknarvist, nema ef vera skyldi spilastjórinn, sem virðist liðtækari í vist en því göfuga spili BRIDGE, ef marka má spilamennsku hans þetta kvöldið.
"Við spiluðum eins og landsliðsmenn" sagði hróðugur hótelstjórinn og klappaði makker sínum á bakið. Þeir félagar áttu enda stjörnukvöld og voru með yfir 71% skor lungann úr kvöldinu, allt fram undir það síðasta. Heldur dró af þeim félögum í restina, enda komnir af léttasta skeiði, svo þeir enduðu með 61,1% skor. Glæsilegt hjá þeim félögum, ekki síst í ljósi þess að þeir félagar komu til liðs við okkur um síðustu áramót og höfðu ekki spilað bridge um nokkurn tíma og aldrei saman fyrr en þá. Næstir í mark komu öðlingarnir Örn og Birgir með 56,8% skor og þriðju urðu sýslumennirnir Sigurður Jakob og Sigurjón með 55,4%. Af tillitssemi við spilastjóra verður þess ekki getið hér, hvar hann endaði.
Úrslit og spil má sjá hér