Björn og Þórður unnu Haust-Monradinn hjá BK
fimmtudagur, 2. október 2014
Björn Jónsson og Þórður Jónsson sigruðu í þriggja kvölda Haust-Monrad sem lauk hjá Bridgefélagi Kópavogs í kvöld. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs.
Næsta keppni er FRESCO-impakeppnin sem er þriggja kvölda Butler tvímenningur og þarf að spila öll kvöldin til að ná í verðlaun. Spilað er í Gjábakka, félagsheimili aldraðra að Fannborg 8, á bak við Landsbankann og byrjað kl. 19:00 alla fimmtudaga.