Afmælisfagnaður B.A. og Hraðsveitakeppnin
þriðjudagur, 28. október 2014
Bridgefélag Akureyrar er jafn gamalt lýðveldinu, stofnað 1944, og varð því 70 ára í sumar!
Við munum halda upp á það með spilamennsku og mat laugardaginn 1.nóv. Stuttur tvímenningur verður frá 14- 17:30 og er í boði B.A. en svo er matur á Strikinu sem við styrkjum en kostar þó 4000kr. Eftir hann er kaffi og a.m.k. konfekt í spilasal og spil og samvera þar. Það væri gaman að sjá sem flesta félaga mæta, bæði virka og óvirka :)
Skráning hjá Frímanni, 8678744
Lokið er fyrsta kvöldinu í hraðsveitakeppninni og leiðir sveit Pétur Guðjónssonar. Allt um það má sjá hér