Miðvikudagsklúbbur eldri borgara: Guðmundur og Unnar unnu fyrsta spilakvöldið
miðvikudagur, 17. september 2014
Guðmundur Sigursteinsson og Unnar Atli Guðmundsson unnu fyrsta spiladag eldri borgara á Miðvikudögum. Þeir skoruðu 64,2% og næstar voru Friðgerður Benediktsdóttir og Kristín Guðbjörnsdóttir með 56,7%. Þriðja sæti náðu Oliver Kristófersson og Þorleifur Þórarinsson með 56,1%.
Miðvikudagsklúbbur eldri borgara spilar alla miðvikudaga og hefst spilamennska kl 13:00. Spilaður verður Monrad Barómeter eða Barómeter með 3-4 spilum á milli para eftir þátttöku. Keppnisstjóri er Sveinn Rúnar Eiríksson