Sumarbridge nýliða alla þriðjudaga í sumar
Ákveðið hefur verið að hafa sumarbridge nýliða á hverjum
þriðjudegi í sumar.
Mörgum finnst of lítið að mæta aðra hverja viku eða sjaldnar en svo
mæta aðrir bara þegar hentar.
Með þessu fyrirkomulagi er líka auðvelt að muna hvenær er spilað
:)
Hægt er að mæta með makker eða þá stakur/stök og Ómar spilastjóri
reddar makker og öðru hvoru mæta vanari spilarar til að hlaupa í
skarðið.
Gott að mæta með kerfisblöðin og um að gera að spyrja ráða.
Spilagjald 1000 kr. Kaffi og snarl innifalið.
Úrslit og myndir á Facebooksíðu Bridgefélags nýliða og einnig á www.bridge.is/sumarbridge.
Fyrsta kvöldið var 20. maí og þá mættu 10 pör, sjá nánar
hér http://bridge.is/files/2014-05-20_22803283.htm
Gefin verða svokölluð bronsstig fyrir efstu sætin og höfum létta
keppni í bronsstigum yfir sumarið, nánar um það síðar...
Tilvalið fyrir þá sem eru orðnir nokkuð fljótir að spila að prófa að mæta einnig í sumarbridge fyrir alla á mánudögum og miðvikudögum. Sveinn Rúnar keppnisstjóri tekur vel á móti öllum.