Sigmundur, Hallgrímur og Kristján unnu Vortvímenning BK.

föstudagur, 9. maí 2014

Vetrarstarfi Bridgefélags Kópavogs lauk í gær með tveggja kvölda Vortvímenningi. Spilaður var Howell-tvímenningur á 7 borðum og urðu Sigmundur Stefánsson og Hallgrímur Hallgrímsson hlutskarpastir en Kristján Snorrason leysti Hallgrím af seinna kvöldið. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs.

Stjórn og keppnisstjóri þakka öllum sem komu og spiluðu í lengri sem styttri tíma í vetur og hlakkar til að sjá ykkur sæl og sólbrún að hausti.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar