Aðafundur Bridgefélags Kópoavogs þann 9. maí

fimmtudagur, 8. maí 2014

Aðalfundur Bridgefélags Kópavogs verður haldinn föstudaginn 9 maí kl. 20.00 að Fjallalind 7, þar sem Þorsteinn Berg er gestgjafi. Á eftir fundi verður tekið í spil.

DAGSKRÁ:

1.    Fundarsetning.

2.    Kosning fundarstjóra og fundarritara

3.    Formaður greinir frá starfsemi félagsins frá síðasta aðalfundi.

4.    Reikningar félagsins lagðir fram.

5.    Lagabreytingar.

6.    Kosning formanns

7.    Kosning fjögurra í stjórn og tvo í varastjórn

8.    Valdir fulltrúar á ársþing BSÍ. Formaður sjálfkjörinn, velja einn í viðbót og annan til vara.

9.    Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga félagsins.

10.  Ákvörðun kvöldgjalds.

11.  Önnur mál, sem löglega eru fram borin.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar