Rangæingar -- Slátrarinn eða presturinn

miðvikudagur, 9. apríl 2014

Nú hallar vetri og lítið eftir ógert þennan veturinn nema spila um nokkur páskaegg nk. þriðjudagskvöld, ljúka svo hefðbundnu starfsári síðasta vetrardag með lúðrablæstri, glaum og gleði, og loks halda lítið afmælismót í byrjun maí í tilefni af níræðisafmæli okkar góða vinar og félaga Ólafs Ólafssonar, fyrrv. kaupfélagsstjóra.

Um þessar mundir sýnir Leikfélag Eyfellinga leikrit um Önnu í Stóruborg, við fádæma vinsældir.   Vegna leiksýningar að Heimalandi spilum við því í Hvolnum nk. þriðjudag. Nágrannar Önnu og jafnaldrar, grallararnir Halldór og Kristján, hafa spilað einkar vel eftir áramót og lönduðu sannfærandi sigri í Samverkstvímenningnum, sem lauk sl. þriðjudag.   Pörin lögðu lakasta kvöldið af sér og með þeim útreikniaðferðum koma þeir félagar í mark með uppsöfnuð 241,6%.   Næstir inn urðu svo gleðigosarirnir Sigurður og Torfi með 227,9%.  Þriðju í mark leiddust Tottenhamtröllið og formaðurinn okkar með 226,1%, eftir glæsilegan sigur á lokakvöldi mótsins.   Innilega til hamingju allir!!

En aðalmálið er auðvitað Meistarakeppnin og þvílík spenna!!!  Hvers nafn verður letrað á bikarinn að leikslokum, til ævarandi minningar um snilld og skarpleik????  Prestakallarnir voru með 8 stiga forystu fram eftir þriðjudeginum en fóru að tapa forystunni fljótlega upp úr kvöldmat og misstu svo sveindóminn endanlega um miðnættið til slátraranna glaðbeittu sem nú hafa 4ra stiga forskot á þá, þegar einungis eitt kvöld er eftir af þeirri keppni .   Reglur bikarsins kveða svo á um að verði tveir eða fleiri spilarar jafnir að bronsstigum í vertíðarlok skuli sá hljóta bikarinn og sæmdarheitið sem ofar lenti  í í TOPP16 mótinu fyrr veturinn.   Þar með eru bankastjórinn og bókarinn úr leik, þar sem presturinn og slátrarinn urðu ofar en þeir í einmenningnum.   

Úrslt og spilin síðasta kvöldið má sjá hér og lokastöðuna í Samverkstvímenningnum hér (þegar öll kvöldin eru talin saman)

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar