Rangæingar -- Spennan magnast
Sl. þriðjudagskvöld var 5. umferðin af 7 leikin í sveitakeppninni. Tvær efstu sveitirnar áttust við og reyndust Jóvarsmenn sterkari og höfðu Magríksliðið undir 13,13-6,87. Torfdísarliðar nýttu sér þau úrslit til að skjótast upp í 2. sætið eftir góðan sigur á Hallstínu. Allt getur enn gerst og geta 4 efstu sveitirnar allar unnið enn og á 1. og 2. sæti munar einungis 1,96 stigi, auk þess sem þær eiga eftir innbyrðisleik.
Í butlernum komu slátrararnir sterkir inn, loksins segja sumir, og skoruðu 2,93 impa í spili. Hestamennirnir Jói og Biggi náðu líka risaskori, skoruðu 2,505 impa í spili. Aðrir enduðu með minna.
Úrslitin og stöðuna í sveitakeppninni má sjá hér Spilin og úrslit í fyrri hálfleik hér en þeim seinni hér Stöðuna í Butlernum eftir 5 kvöld má svo sjá hér