Rangæingar -- Ernir ernir á flugi
Sl. þriðjudagskvöld komu menn og konur saman á Heimalandi en þá var 4. umferð af 7 í sveitakeppni félagsins leikin. Þeir eru vel ernir ernirnir og komu þeir félagar Örn og Birgir í mark með 2,94 impa skoraða þetta kvöld og gerðu þar með sitt til að lyfta sveit sinni Örlendi úr næst neðsta sæti í það fjórða í sveitakeppninni. Raunar vor peyjarnir, sveitafélagar þeirra, lítið síðri og komu í mark 3ju með 1,345 impa skoraða. Á milli þessara höfðingja laumuðu bankastjórarnir sér þó með 1,725 impa skoraða.
Butlerinn leiðir nú Birgir með 0,73 impa skoraða. Flokksbróðir hans, frændi og makker, Örn er svo með 0,51 en þar á eftir komi Sigurður og Torfi með 0,45.
Spennan í sveitakeppninni er að magnast. Sveitin Jóvar (Jói - Siggi / Svavar og séra Svavar) eru á toppnum með 53,06 stig. Magríkur (Magamiklu kapparnir Magnús og dr. Magnús / Eiríkur - Silla) eru í 2. sæti með 51,19 en í 3ja sæti er komin sveitin Torfdís (dísin Herdís og Rútur / Sigurður - Torfi), eftir góðan sigur í gær, með 44,94. Aðrir eru með minna ennþá og sumir jafnvel með miklu minna!
Úrslit 4. umferðar í sveitakeppninni og stöðuna í mótinu má sjá hér Butlerinn og spilin úr fyrri hálfleik hér og þeim seinni hér Staðan í butlernum eftir 4 umferðir er svo hér