Bridgefélag Selfoss: Ný sveit í forystunni
sunnudagur, 23. febrúar 2014
Að loknum 3 umferðum í aðalsveitakeppni félagsins er sveitin Óli-Þröstur-Siggi-Siggi orðin efst með 42,70 stig, eftir að hafa sigrað Kristján-Sigga-Karl-Össur sem var efst eftir 2 umferðir. Þeir Kristján og félagar eru í öðru sæti með 36,05 stig og í þriðja sæti er sveitin Bjössi-Mummi-Kalli-Guðmundur með 31,12 stig. Nánar um öll úrslit, butlerútreikning og skorkort para er að finna efst á þessari síðu. Fjórðja og næstsíðasta umferðin verður spiluð fimmtudaginn 27. febrúar.