Reynir og Frímann Akureyrarmeistarar 2012!
Eftir að hafa leitt mótið nánast allan tímann þá áttu Reynir Helgason og Frímann Stefánsson aðeins 3 MP á Pétur Guðjónsson og Stefán Ragnarsson fyrir síðustu setuna. Þeir voru á mikilli siglingu en lentu í Gylfa og Helga í lokasetunni.
Í verðlaunasætum urðu:
1. Frímann Stefánsson - Reynir Helgason 57,2%
2. Pétur Guðjónsson - Stefán Ragnarsson 55,5%
3. Óttar I. Oddsson - Kristján Þorsteinsson 54,6%
Lokastaðan og spilin eru hér
Næstu tvo þriðjudaga verða stakir KEA-hangikjöts tvímenningar þar sem betra kvöld gildir til gómsætra verðlauna svo menn ráða hvort þeir spili bæði eða annað kvöldið.
Að lokum skal minnt á Jólamót B.A. laugardaginn milli jóla og nýárs.