Rangæingar -- Læknir og listasmiður á léttum spretti
Þriðjudaginn 11. desember lauk 5 kvölda BUTLER keppni félagins. Sigurður og Torfi náðu loks vopnum sínum á lokakvöldinu og unnu kvöldið með 53 IMPum, eða 2,04 IMPum úr spili. Þau Eiríkur óðalsbóndi á Kanastöðum og hún Silla okkar urðu svo í öðru sæti með 40 IMPa skoraða. Úrslit síðasta kvöldsins má nálgast hér
Læknirinn léttstígi, Guðmundur Benediktsson, og listasmiðurinn, Óskar Pálsson, unnu BUTLERinn næsta örugglega, skoruðu rúmlega 0,5 impum meira í hverju spili en næsta par. Þeir hefðu einnig orðið hlutskarpastir væru öll kvöldin talin til vinnings. Glæsilega gert og til hamingju piltar!
4 bestu kvöldin af 5 telja til úrslita og urðu úrslit þessi:
1. Óskar Pálsson - Guðmundur Benediktsson 1,472 impar að meðaltali úr spili.
2. Halldór Gunnarsson - Kristján Mikkelsen 0,934 impar að meðaltali úr spili.
3. Sigurður K. Guðbjörnsson - Torfi Sig ofl. kappar 0,700 impar að meðaltali úr spili.
Ef öll kvöldin fimm eru talin saman, svona til gamans, er röð efstu para þannig:
1. Óskar Pálsson - Guðmundur Benediktsson 0,841 impar að meðaltali úr spili.
2. Brynjólfur Gestsson - Garðar Garðarsson 0,415 impar að meðaltali úr spili.
3. Jóhann Frímannsson - Sigurður Sigurjónsson 0,231 impar að meðaltali úr spili.