Rangæingar -- Jólamót í golfskálanum á Strönd
miðvikudagur, 26. desember 2012
Laugardaginn 29. desember heldur Bridgefélag Rangæinga sitt árlega jólamót. Mótið hefst kl. 12,00 og spilað verður í golfskálanum á Strönd, mitt á milli Hellu og Hvolsvallar. Sennilega fallegasti spilastaður landsins, hvað útsýni varðar. Þátttaka tilkynnist til Bergs Pálssonar, í síma 894 0491 eða á netfangið: frami@simnet.is. Enn er pláss fyrir fleiri pör.
Lista yfir þá sem þegar hafa skráð sig til leiks má sjá hér