Rangæingar Jólamót -- Hvað ungur nemur gamall temur
laugardagur, 29. desember 2012
Laugardaginn 29. desember héldu Rangæingar sitt árlega jólamót á í golfskálanum á Strönd. Til leiks mættu 18 pör. Þeir Garðar Garðarsson og Gunnar Þórðarson tóku strax forystu og héldu henni allt til loka. Líkt og skorið vitnar um þurfti kennarinn lítið að ávíta nemdandann meðan á mótinu stóð en þó komu upp einstaka tilvik þar sem leiðsagnar var þörf og taldi Gunnar þá ekki eftir sér að beina nemanda sínum inn á beinu brautina. Til hamingju með sigurinn og glæsilegt skor piltar!!!
Aðrir þátttakendur enduðu neðar og verður árangur þeirra ekki tíundaður nánar hér, enda vart í frásögur færandi, en sjá má úrslit og spilin hér