Rangæingar -- Jólamót -- Góð þátttaka en pláss fyrir 1-2 pör til viðbótar
föstudagur, 28. desember 2012
Laugardaginn 29. desember heldur Bridgefélag Rangæinga sitt
árlega jólamót. Mótið hefst kl. 12,00 og spilað verður í
golfskálanum á Strönd, mitt á milli Hellu og
Hvolsvallar. Sennilega fallegasti spilastaður landsins,
hvað útsýni varðar. Þátttaka tilkynnist til Bergs
Pálssonar, í síma 894 0491 eða á netfangið: frami@simnet.is. Nú
eru 20 pör skráð til leiks en enn er pláss fyrir
1-2 pör.
Lista yfir þá sem þegar hafa skráð sig til leiks má sjá hér
Eins og í öllum alvöru mótum hefur verið skipuð dómnefnd, ef upp
kunna að koma ágreiningsmál. Sama nefnd mun annast
verkið og sker úr um ágreiningsmál innan klúbbsins á vikulegum
spilakvöldum. Haustið hefur verið annasamt hjá
dómefndinni og hefur nefndin þurft að útkljá óvenju
mörg deilumál þetta haustið. Mikið hefur mætt á formanni
dómnefndar, Magnúsi Halldórssyni, við þau verk. Fyrir
þá sem ekki þekkja Magnús er hér birt mynd af honum, svo
menn geti auðveldlega fundið hann í hópi spilara á Strönd.
Myndina má sjá hér