Miðvikudagsklúbburinn: Sigrún og Svala efstar í Alheimstvímenningnum
miðvikudagur, 19. desember 2012
Sigrún Þorvarðardóttir og Svala Pálsdóttir unnu Alheimstvímenninginn á síðasta spilakvöldi Miðvikudagsklúbbsins 2012. Þær enduðu með 62,5%. Í öðru sæti voru Sigurjón Karlsson og Baldur Bjartmarsson með 60,3%. Þriðja sætið varð hlutskipti Huldu Hjálmarsdóttur og Halldórs Þorvaldssonar.
Á úrslitasíðu Miðvikudagsklúbbsins er að finna öll úrslit og spil og tengla á úrslit á heimsvísu.
Miðvikudagsklúbburinn óskar öllum spilurum gleðilegra jóla og farsældar á komandi árum.
Næsta spilakvöld félagsins er 9. janúar 2013.