Miðvikudagsklúbburinn: Hulda og Halldór unnu 22 para tvímenning
miðvikudagur, 12. desember 2012
Hulda Hjálmarsdóttir og Halldór Þorvaldsson unnu 22 para tvímenning með 60,8%. Í 2. sæti voru Anna Jónsdóttir og Sigurrós Sigurðardóttir mðe 60%. Soffía Daníelsdóttir og Óli Björn Gunnarsson voru í 3ja sæti með 58,8%
Miðvikudaginn 19. desember verður spilaður Alheimstvímenningur í Miðvikudagsklúbbnum á vegum Heimssambandsins í Bridge (WBF). Bætt verður 200 krónum á spilara við keppnisgjaldið sem rennur til styrktar yngri spilurum í bridge í heiminum.
Spilað verður um silfurstig og veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin auk þess sem aukaverðlaun verða dregin út.