Rangæingar -- öflugir Árnesingar
Þriðjudaginn 28. nóvember var 3ja kvöld af 5 í Butler spilað. Þeir yngissveinar Brynjólfur Gestsson og Garðar Garðarsson, frá Selfossi, sem heiðrað hafa okkur Rangæinga með þátttöku sinni undanfarin kvöld, áttu langbesta skorið þetta kvöld, heila 63 impa í 26 spilum. Þó Óskar Pálsson Afríkufari kæmi með líflækni sinn, Guðmund Benediktsson, til leiks dugði það ekki nema í 33 impa skor og 2. sæti. Úrslit kvöldsins má sjá hér
4 bestu kvöldin af 5 telja til úrslita og þegar 3 kvöld eru búin er staða eftstu para þannig þegar lakasta kvöldið af þessum þremur er tekið út:
1. Magnús Bjarnason - Magnús Halldórsson 1,636 impar að meðaltali úr spili.
2. Óskar Pálsson - Guðmundur Benediktsson 1,521 impar að meðaltali úr spili.
3. Brynjólfur Gestsson - Garðar Garðarsson 1,439 impar að meðaltali úr spili.
Ef öll kvöldin þrjú eru talin saman, svona til gamans, er röð eftstu para þannig:
1. Brynjólfur Gestsson - Garðar Garðarsson 1,050 impar að meðaltali úr spili.
2. Magnús Bjarnason - Magnús Halldórsson 0,463 impar að meðaltali úr spili.
3. Óskar Pálsson - Guðmundur Benediktsson 0,453 impar að meðaltali úr spili.