Óstöðvandi Bræður!!!
miðvikudagur, 14. nóvember 2012
Þeir bræður Árni og Oddur Hannessynir fengu ótrúlegt skor í þriggja kvölda butler tvímenningi á Suðurnesjum. Þeir skoruðu hvorki meira né minna en 150 stig. Næstir á eftir þeim eru þeir Sigurður Albertsson og Jóhann Benediktsson með 64 stig.
Næstu þrjú kvöld verða svo hraðsveitakeppni þar sem dregið verður í sveitir og er það alltaf gaman að taka þátt í því.