Háspenna fyrir lokaumferðina í Kópavogi
fimmtudagur, 29. nóvember 2012
Þegar aðeins er eftir að spila síðustu umferðina í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs geta enn fjórar sveitir unnið mótið en til þess þarf sveit Sveins Símonarsonar að vinna sveit Björns Halldórssonar 25-2. Efstu tvær sveitirnar töpuðu báðar í tíundu umferð og þannig hélst spennan fram í lokaumferðina sem verður spiluð næsta fimmtudag. Öll úrslit og stöðu má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs.