Góðir gestir í heimsókn hjá Rangæingum
Þriðjudagskvöldið 20. nóvember tókum við Rangæingar á móti Hrunamönnum á heimavelli okkar að Heimalandi. Hrunamenn og Rangæingar hafa um árabil mæst við bridgeborðið og att kappi íliðakeppni (sveitakeppni). Leikar hafa farið á ýmsa vegu í gegnum árin og framan af skipust liðin á um að varðveita bikarinn. Heldur höfum við Rangæingar þó haft yfirhöndina síðustu ár. Í gær mættu til leiks sex sveitir frá hvorum og fóru leikar svo að Rangæingar unnu með 119 vinningsstigum gegn 53 vinningsstigum Hrunamanna. Butlerárangur para var einnig reiknaður út og verðlaunaður sérstaklega með votlegum en notadrjúgum verðlaunum. Úrslitin úr Butlernum og spilin má sjá hér.
Við þökkum Hrunamönnum skemmtilega heimsókn, góða og drengilega keppni. Þá færum við stelpunum okkar, Guðbjörgu og Önnu Maríu, sem sáu um kaffiveitingar kærlega fyrir frábærar góðgjörðir!