Bridgefélag Selfoss: Guðjón og Vilhjálmur unnu Málarabutlerinn með fádæma yfirburðum
Keppni lauk í Málarabutlernum hjá Bridgefélagi Selfoss fimmtudaginn 8. nóvember sl. Úrslit urðu þau að Guðjón Einarsson og Vilhjálmur Þ. Pálsson unnu mótið með fádæma yfirburðum eða 150,6 impum í plús. Næstir urðu Kristján Már Gunnarsson og Helgi Grétar Helgason með 56,6 impa í plús og á hælum þeirra í þriðja sæti urðu Brynjólfur Gestsson og Helgi Hermannsson með 56,0 impa í plús. Nánar má finna um úrslitin og spil síðasta kvöldsins á þessari síðu og öll úrslit vetrarins eru á heimasíðu félagsins.
Næsta mót hjá félaginu verður Sigfúsarmótið sem er jafnframt aðaltvímenningur félagsins. Mótið er 4 kvölda tvímenningur og hefst 15. nóvember nk. Skráning er á netinu á þessari síðu, eða hjá Garðari í síma 844 5209.