Anton og Sigurbjörn unnu Afmælismót BK
laugardagur, 24. nóvember 2012
Fimmtíu ára afmælismót Bridgefélags Kópavogs fór fram í Gullsmára 13 í dag. 45 pör mættu til leiks og spiluðu mjög skemmtilegt og vel heppnað mót. Spilaðar voru 11 umferðir eftir monrad, 44 spil alls. Bræðurnir Anton og Sigurbjörn Haraldssynir sigruðu með eins og hálfs prósenta mun á parið í öðru sæti sem voru þeir Friðjón Þórhallsson og Sigtryggur Sigurðsson. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs
Bridgefélag Kópavogs þakkar öllum þátttakendum fyrir skemmtilegt mót og Félagshemili aldraðra fyrir frábæra aðstöðu og veitingar. Vonandi finnst eitthvert tilefni til að halda álíka mót í komandi framtíð.