BSA

miðvikudagur, 24. október 2012
Hraðsveitakeppni Austurlands var háð á Reyðarfirði 7. október með þáttöku 6 sveita.
Efstar urðu:
1. Slökkvitækjaþjónustan með 777 stig.
2. Tarot með 774 stig.
3. Borg með 763 stig.
Í sigurliði Slökkvitækjaþjónustunnar voru þessir spilarar: Árni Guðmundsson, Kristján Kristjánsson, Sigurður Freysson og Bjarni Ingvason.
Paratvímenningur BSA var haldinn 21. október með þáttöku 11 para.
Efst urðu:
1. Ína Gísladóttir og Svavar Björnsson Norðfirði með 26 stig.
2. Sigrún Víglundsdóttir og Víglundur Gunnarsson Norðfirði með 23 stig.
3. Þuríður Ingólfsdóttir og Pálmi Kristmannsson Egilsstöðum með 10 stig.
Næstu viðburðir á vegum sambandsins eru:
Tvímenningur á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal 3. nóvember, og Austurlandsmót í tvímenningi 16.-17. nóvember á Seyðisfirði.
Fyrir hönd stjórnar,
Jón Halldór Guðmundsson
forseti BSA.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar