BH: Halldór Svanbergsson og Sigurður Steingrímsson leiða eftir 2 kvöld af 3!
þriðjudagur, 9. október 2012
Halldór Svanbergsson og Sigurður Steingrímsson eru efstir eftir 2 kvöld af 3 í Gamla Vínhústvímenning BH 2012. Þeir hafa skorað 56,3%. Jörundur Þórðarson og Hjálmar Pálsson eru í 2. sæti með 53,9% og í 3ja sæti eru Guðrún Jóhannesdóttir og Halldóra Magnúsdóttir með 53,7%. Það er stutt í næstu sæti og er innan við 1% úr 2. sætinu niður í 7. sæti.