Allt á fullt á Suðurnesjum!!
sunnudagur, 7. október 2012
Við á Suðurnesjum ætlum að starta 3ja kvölda Tvímenningsmóti á miðvikudaginn. Þátttakan hjá okkur hefur verið heldur dræm fyrstu kvöldin en núna hvet ég alla til að fjölmenna og mynda góða stemmningu í húsakynnum okkar. Spilamennska hefst kl. 19:00 eins og alltaf. Heitt á könnunni og jafnvel smá bensín fyrir heilann með.