Vetrarstarf B.A. að hefjast
þriðjudagur, 11. september 2012
Þann 11.september var síðasta Sumarbridge B.A. og var góð mæting eða 15 pör. Efstir og jafnir urðu Pétur Guðjónsson, Stefán Ragnarsson og Viggó Reisenhus, Stefán Vilhjálmsson með 65,9% skor. Þá komu Reynir og Frímann með 59,1%. Öll úrslit hér
Þriðjudaginn 18.sept hefst svo veturinn á tveggja kvölda Startmóti sem verður barómeter tvímenningur en skráning verður á staðnum. Spilamennska hefst 19:30 í Ánni, Skipagötu 14.