Fimmtudagsdeildin breytist í Föstudagsdeildina

miðvikudagur, 5. september 2012

BR hefur ákveðið að breyta Fimmtudagsdeildinni í Föstudagsdeildina ásamt því að breyta aðeins fyrirkomulaginu.Spilað verður á föstudagskvöldum og hefst spilamennska kl. 19:00. 

Dagssetningar:

1. umferð 21. september

2. umferð 5. október

3. umferð 12. október

4. umferð 9. nóvember

5. umferð 23. nóvember

6. umferð 14. desember.

Í ár verður mótið spilað sem eins konar "bikarkeppni", en þó þannig að sveitir fá tvö tækifæri.  Til þess að detta úr leik þarf að tapa tveimur leikjum.  Þannig fækkar sveitum smá saman þannig að í lokin stendur ein sveit eftir sem sigurvegari.  Allar sveitir spila amk. tvo leiki.

  • keppnisgjald er kr. 10.000.- (umferð 1 & 2) og svo 5.000.- á umferð

  • áfram reiknaður butler

  • enginn keppnisstjóri

  • kaffi innifalið í keppnisgjaldi

  • uppstillingu þarf að hengja upp á töflu (meira gert úr uppstillingu en áður)

  • spilað verður um silfurstig

  • ekki er víst að 6 umferðir dugi til úrslita, bætum þá við spiladegi/dögum eftir áramót í samráði við þær sveitir sem verða eftir.

  • ekkert hámark á fjölda spilara í sveit

  • ef fjöldi sveita sem eftir eru standa á oddatölu er spilaður 3-way leikur.

skráning er á br@bridge.is fyrir 18. september (dregið í 1. umferð á spilakvöldi BR)

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar