Sú óvenjulega staða kom upp að þau 3 pör sem hvað mest börmuðu sér yfir genginu og að allt hefði verið í rugli lentu á topp þremur! Hlutskarpastir urðu Pétur Guðjónsson og Anton Haraldsson en Frímann, Reynir og Gissur, Viggó fylgdu á eftir.
Jón Ingþórsson og Kristinn Ólafsson náðu mjög góðu skori í sumarbridge mánudaginn 30 júlí, eða 64,9%. Björgvin Már Kristinsson og Sverir G. Kristinsson fengu 64% en urðu að sætta sig við annað sætið með það ágæta skor.
Það voru þeir Pétur Gíslason og Valmar Valjaots sem unnu 14 para tvímenning í Sumarbridge B.A. þann 24.júlí á 4 höggum undir pari eða 61,4%.
Fyrirsögnin á heima í mengi ósannra fullyrðinga því annað kvöldið í röð vinnur Pétur Guðjónsson, nú með Stefáni Ragnarssyni en síðast með Antoni Haraldssyni :) Heildarstöðu öll kvöld sumarsins má sjá hér
Bridgefélag Hafnarfjarðar hefur ákveðið að styrkja félagsmenn til Madeira 2012 í Bridgemót Styrkurinn verður mest kr. 50.000 á félagsmann (gæti lækkað aðeins ef fjöldinn verður mikill) en upphæð ræðst eftir hvað félagar hafa spilað mikið hjá okkur síðustu 3 árin.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar