Sumarbridge: Bill Hughes alheimstvímenningur mánudaginn 25. júní
mánudagur, 25. júní 2012
Mánudaginn 25. júní verður spilaður Bill Hughes alheimstvímenningur. Síðasta ár voru á bilinu 100-200 klúbbar sem tóku þátt í þessum alheimstvímenningi. Flestir klúbbarnir spila á þriðjudegi en þeir hafa alla vikuna til að spila sömu spil.
Ákveðið hefur verið að rukka ekki aukagjald á þessu spilakvöldi og vill Bridgesamband Íslands verðlauna spilara í Sumarbridge með þessum hætti.
Sumarbridge á Akureyri spilar sömu spil þriðjudaginn 26. júní