Sumarbridge B.A. hafið!
þriðjudagur, 22. maí 2012
Nú er lokið aðalfundi Bridgefélags Akureyrar og fyrsta kvöldið Sumarbridge.
Alla þriðjudaga kl 19:30 í sumar verða tvímenningar í Lionssalnum að Skipagötu 14 svo endilega mæta þar.
Til að fylgjast með úrslitum þá er farið á heimasíðu Sumarbridge. Fyrsta sumarbridge unnu Reynir og Frímann og einmenninginn eftir aðalfundinn vann Stefán Sveinbjörnsson.
Einnig stefnt að Alheimstvímenning föstudaginn 1.júní, betur auglýst síðar.