Oddur og Árni efstir í Sumarbridge
miðvikudagur, 16. maí 2012
Góð þáttaka var á öðru spilakvöldi í Sumarbridge þann 16 maí en spilað var á 12 borðum. Bræðurnir Árni og Oddur Hannessynir sigruðu með þriggja prósenta mun og geta valið um bridgebók eða frítt næst í verðlaun. Þeir náðu 60,7% skori. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Sumarbridge.