Loftur og Valdimar efstir í Kópavogi
fimmtudagur, 3. maí 2012
Síðasta keppni vetrarins hófst nú í kvöld og er það tveggja kvölda vortvímenningur. Loftur Þór Pétursson og Valdimar Sveinsson sigruðu þessa fyrri lotu með 58,5% skori en Gísli Tryggvason og Þorsteinn Berg urðu aðrir með 55,4%. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs.
Síðasta kvöld vetrarins verður næsta fimmtudag og er hægt að bæta inn pörum sem hafa áhuga á að ljúka þessum skemmtilega vetri með okkur.