Gulli Bessa og Jón Steinar unnu Vortvímenning BK
föstudagur, 11. maí 2012
Síðasta spilakvöld vetrarins hjá Bridgefélagi Kópavogs var spilað í gærkvöldi og var það seinna kvöldið í Vortvímenningi. Jón Steinar Ingólfsson og Guðlaugur Bessason náðu besta skori kvöldsins með 57,7% skori sem dugði þeim til sigurs samanlagt. Jón Steinar varð jafnframt Bronsstigameistari vetrarins. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs.
Bridgefélag Kóopavogs þakkar öllum þeim er spilað hafa hjá félaginu í vetur vonast til að sjá sem flesta aftur um miðjan september þegar vetrarstarfið hefst að nýju.