Bridgefélag Selfoss: Magnús Guðmundsson bronsstigakóngur vorsins 2012
fimmtudagur, 17. maí 2012
Komin eru inn yfirlit yfir brons- og silfurstig sem skoruð voru hjá félaginu vorið 2012. Bronsstigakóngur vorsins 2012 varð Magnús Guðmundsson með 177 bronsstig. Í öðru sæti varð Gísli Hauksson með 161 bronsstig og í þriðja sæti varð Kristján Már Gunnarsson með 143 bronsstig. Bronsstigakóngur vetrarins (samanlagt haust og vor) varð hins vegar Kristján Már Gunnarsson með 290 bronsstig. Í öðru sæti Magnús Guðmundsson með 214 bronsstig og jafnir í þriðja sæti urðu Björn Snorrason og Guðmundur Þór Gunnarsson með 206 bronsstig.