Þórður og Jörundur unnu 3ja kvölda Monrad-tvímenning
föstudagur, 27. apríl 2012
Í gærkvöldi lauk þriggja kvölda tvímenningi hjá Bridgefélagi Kópavogs og náðu Ragnar Björnsson og Sigurður Sigurjónsson besta skori kvöldsins með 57,1% en feðgarnir Þórður Jörundsson og Jörundur Þórðarson sigruðu hinsvergar heildarkeppnina með 55,4% meðalskor út úr kvöldunum þremur. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs.