Sólveig og Ingibjörg unnu Páskatvímenning Breiðfirðinga
sunnudagur, 1. apríl 2012
Páskatvímenningur Bridgefélags Breiðfirðinga var spilaður nú í kvöld. Spilaður var Monrad-barómeter með sjö umferðum og 28 spil alls. Sólveig Jakobsdóttir og Ingibjörg Guðmundsdóttir luku keppni í efsta sætinu með 62,3% skori. Öll úrslit má sjá hér.