Opna Borgarfjarðarmótið
föstudagur, 13. apríl 2012
Opna Borgarfjarðarmótið hófst fimmtudaginn 12. apríl. Spilað var á Akranesi og mætti 21 par til leiks. Eftir fyrstu lotu eru það Karl og Bjarni sem leiða mótið með 67,1%. Aðrir eru Guðmundur og Hallgrímur með 62,3% og þriðju Davíð og Þórarinn með 60,9%
Næsta lota verður spiluð í Logalandi mánudaginn 16. apríl og þriðja og síðasta lotan á Hótel Borgarnes mánudaginn 23. apríl.
Öll úrslit má sjá hér.