Impamót B.A. og næstu kvöld
Nú er lokið síðasta aðalmóti B.A. þennan veturinn en það var Impatvímenningur sem Pétur Guðjónsson og Stefán Ragnarsson unnu eftir spennandi lokasprett. Einnig var dregið í sveitir og með þeim í sigursveitinni voru Jón Sverrisson og Hjalti Bergmann.
Heildarstaðan í impunum og sveitakeppninni.
Dagskráin hjá B.A. á næstunni:
-Þriðjudaginn 1.maí er Norðurlandsmót í tvímenningi á Dalvík sem hefst kl 10:30
-Þriðjudaginn 8.maí er Topp 16 einmenningur stigahæstu spilara
-Helgina 12.-13 maí er Kjördæmamót í Hafnarfirði
-Þriðjudaginn 15.maí er eins kvölds tvímenningur, fyrsta kvöld Sumarbridge
-Þriðjudaginn 22.maí er aðalfundur B.A. og spilamennska
-Þriðjudaginn 29.maí hefst Sumarbridge af fullum krafti og verður ýmist tvímenningur eða impatvímenningur á þriðjudögum í allt sumar